Leikskólar verða opnir á morgun

Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi hjá Akureyrarbæ, segir að ekki þurfi að grípa til þess ráðs að loka leikskólum bæjarins á morgun, föstudag, þrátt fyrir verkfall ræstingarfólks. Verkfall stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins hófst á miðnætt á miðvikudag og lýkur á miðnætti í kvöld.

Hreint ehf. sér um ræstingar á leikskólum Akureyrarbæjar og þar hefur starfsfólk verið í verkfalli. Því hefur ekkert verið þrifið á leikskólum bæjarins í tvo daga. Nánar fjallað um áhrif verkfallsins á Akureyri í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.

-þev

Nýjast