Alls hafa 3 leikskólar á Akureyri hlotið styrk úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2016 -2017. Leikskólarnir sem um ræðir eru: Krógaból fyrir verkefnið: Nýsköpun og snjalltæki – Að koma til móts við nýja kynslóð. Leikskólinn Iðavöllur fyrir verkefnið: Það er leikur að læra íslensku – Að koma til móts við nemendur af erlendum uppruna. Og loks leikskólinn Pálmholt fyrir verkefnið: Stærðfræði skimun. Alls hlutu skólarnir þrír 7,3 milljónir í styrk úr sjóðnum en samkvæmt vef Mennta- og Mennigarmálaráðuneytisins
Alls bárust 129 umsóknir til sjóðsins og var heildarupphæð umsókna rúmar 300 millj. kr. Veittir voru styrkir til 38 verkefna að upphæð rúmlega 60 millj. kr.
Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leik-, grunn- og framhaldsskóla og er hlutverk sjóðsins að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.
Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:
· Frumkvöðla- og nýsköpunarmennt
· Nemendur af erlendum uppruna
· Námsmat á mörkum skólastiga
Nánar verður fjallað um verkefnin sem snúa að leikskólunum á Akureyri í vikunni á dagskrain.is. /EPE