Leikskóladeild á Akureyri lokað vegna smits hjá barni

Leikskóladeildinni Árholti  í Glerárhverfi á Akureyri var lokað í morgun eftir að barn þar greindist með kórónuveiruna. Allt starfsfólk leikskóladeildarinnar og börn eru farin í varúðarsóttkví vegna smitsins.

Beðið er frekari fyrirmæla frá sóttvarnayfirvöldum. Í Árholti hafa verðið 17 börn og 7 starfsmenn en deildin tilheyrir leikskólanum Tröllaborgum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akureyrarbæ.


Nýjast