Sumardagurinn fyrsti heilsar Húsvíkingum með blíðskapar veðri.
Haldið var upp á daginn í Safnahúsinu í morgun þar sem leikskólabörn sem fædd eru árin 2014 - 2015 og eru á deildunum Fossi, Vilpu og Bergi á leikskólanum Grænuvöllum héldu myndlistasýningu undir heitinu „Líkaminn minn.“ Sýningin hófst kl. 10:30 og stóð til 14:00.
Börn frá Tónlistarskólanum á Húsavík voru með tónlistaratriði í Sjóminjasafninu kl. 11:00. Einnig var boðið upp hressandi veitingar og spennandi ratleik fyrir alla fjölskylduna, en þar var erfitt að greina hverjir lifðu sig meira inn í leikinn, foreldrarnir eða börnin./EPE
Frítt var inn á allar sýningar safnsins í tilefni dagsins. Ljósmyndari Skarps var á staðnum og tók nokkrar myndir: