Leikið í Pepsi-deildinni í dag-Þór sækir Fram heim

Önnur umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu hefst í dag með þremur leikjum en þá mætast m.a. Fram og Þór á Laugardalsvelli kl. 16:00. Bæði liðin er stigalaus eftir fyrstu umferðina, Þór tapaði 0:2 gegn Víkingi í fyrsta leik á Víkingsvelli og í Eyjum tapaði Fram 0:1 gegn ÍBV.

„Þetta verður alvöru leikur. Framarar eru með mjög gott lið og til þess að ná góðum úrslitum verðum við að sækja þessa sentimetra sem vantaði upp á í leiknum gegn Víkingi,” segir Þorsteinn Ingason fyrirliði Þórs um leikinn í dag.

 

Leikir dagsins í Pepsi-deildinni:


16:00 Stjarnan - Víkingur R. (Stjörnuvöllur)
16:00 Fram - Þór (Laugardalsvöllur)
16:00 ÍBV - Fylkir (Hásteinsvöllur)

Nýjast