Leikfélag Hörgdæla frumsýnir Bróðir minn Ljónshjarta

Um 60 manns taka þátt í sýningunni með einum eða öðrum hætti, en leikarar eru 14 talsins.    Myndir …
Um 60 manns taka þátt í sýningunni með einum eða öðrum hætti, en leikarar eru 14 talsins. Myndir aðsendar

 Leikfélag Hörgdæla frumsýnir  í kvöld, fimmtudagskvöldið 7.  mars verkið Bróðir minn Ljónshjarta eftir Astrid Lindgren. Sýnt er á Melum í Hörgársveit. Sýningar verða einnig um helgina, bæði laugardag og sunnudag kl. 16. Verkið verður sýnt áfram næstu helgar og um páskana.

Bróðir minn Ljónshjarta er hugljúf stríðssaga af þeim bræðrum Snúð og Jónatan. Yngri bróðirinn Snúður er dauðvona en Jónatan reynir að hughreysta Snúð með því að segja honum hvað gerist eftir dauðann. Eftir stutta jarðneska dvöl hittast bræðurnir aftur í Nangijala eins og þeir höfðu talað um. Þar er lífið himneskt eða ætti öllu heldur að vera það. En það er svikari í Kirsuberjadal sem aðstoðar það grimma í þeim heimi, Riddaranum Þengli og hans fólk ásamt eldspúandi drekanum Kötlu sem eiga sitt aðsetur í Þyrnirósadal.

Tími til að kynn söguna fyrir nýrri kynslóð

„Þetta er saga þar sem komið er inn á jafnviðkvæmt málefni og dauðinn er og eins er komið inn á hina sígildu baráttu milli góðs og ills sem alltaf á erindi við okkur,“ segir Kolbrún Lilja Guðnadóttir leikstjóri. Æfingar hafi gengið vel og allir í hópnum fullir tilhlökkunar að stíga á svið. „Það er nokkrir nýliðar með,  bæði börn og fullorðnir, þannig að sumir eru að upplifa það í fyrst sinn að leika á sviði og stemmningin er mjög skemmtileg,“ segir hún.

Kolbrún segir að langt sé liðið frá því Bróðir minn ljónshjarta hafi síðast verið sett á svið, 10 ár séu frá því það var sýnt á Selfossi og Þjóðleikhúsið sýndi verkið árið 1998. „Það er komin tími til að kynna þetta verk fyrir nýrri kynslóð. Bíómyndin sem gerð var á sínum tíma er að falla í gleymskunnar dá og líkast til er bókin ekki lesin í sama mæli og var áður fyrr, þannig að það eru margir sem kannast ekki við ævintýrið,“ segir hún. Sagan höfði á mismunandi hátt til fólks m.a. eftir því á hvaða aldri það er, börn upplifi söguna á annan hátt en fullorðnir. „Börnum finnst þetta spennandi ævintýri á meðan fullorðnir sjá fyrir sér fallega en sorglega sögu.“

  Ísabella Líf Baldvinsdóttir í hlutverki stríðnispúka að dást af Jónatani leikin af Eden B. Hróa

Alls eru 14 leikarar í sýningunni en þeir eru á aldrinum 9 ára til 55 ára. Um það bil 60 manns taka þátt í sýningunni með einum eða öðrum hætti. Með aðalhlutverkið Karl “Snúður” Ljónshjarta fer hún 12 ára gamla Katrín Birta Birkisdóttir með en Eden Blær Hróa fer með hlutverk eldri bróðirinn, Jónatan Ljónshjarta.

Leikstjóri sýningarinnar er Kolbrún Lilja Guðnadóttir sem leikstýrir nú í fyrsta sinn hjá Leikfélagi Hörgdæla en hún lék  með félaginu í í Gauragangi árið 2019. Kolbrún leikstýrði Fólkinu í blokkinni árið 2023 í Freyvangsleikhúsinu og Tröll sem leikfélag VMA setti upp árið 2022. Svavar Knútur hannar hljóðheiminn í sýningunni.


Athugasemdir

Nýjast