18. nóvember, 2009 - 15:34
Fréttir
Leikfélag Akureyrar gefur Aflinu, samtökum gegn kynferðis og heimilisofbeldi, allan ágóðann af aðgangseyri sem kemur inn af sýningunni Lilju fimmtudaginn
19. nóvember.
Leikfélagið er í annað sinn að gefa Aflinu fjármuni enda annað árið í röð sem LA tekur til sýninga verk sem fjallar um
ofbeldi og jú Aflið starfar á þeim vettvangi.
Þeir sem vilja sjá góða sýningu og styrkja gott málefni í leiðinni ættu ekki að láta þetta tækifæri fram
hjá sér fara, því næsta helgi er síðasta sýningarhelgin.