Meðalfermetraverð á leigumarkaðnum á Akureyri var í síðasta mánuði 1.379 krónur á hvern fermetra í tveggja herbergja íbúð, samkvæmt þinglýstum samningum. Á sama tíma í fyrra var leigan svipuð. Verðið var 1.259 krónur á fermetra í þriggja herbergja íbúð og 1.151 króna í 4-5 herbergja íbúð. Þetta kemur fram í gagnagrunni Þjóðskrár Íslands, sem fylgist reglulega með þróun leiguverðs. Miðað við þessar tölur, er leigan á 60 fermetrum og tveggja herbergja íbúð nærri 83 þúsund krónur. Leigan á 80 fermetra þriggja herbergja íbúð er rétt um 100 þúsund krónur á mánuði.