Leiðsögn á hverjum fimmtudegi

Mynd/Völundur Jónsson
Mynd/Völundur Jónsson

Næstkomandi fimmtudag, þann 5. júní kl. 12:00 býður Sjónlistamiðstöðin á Akureyri upp á leiðsögn í Ketilhúsinu um sýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun. Þá mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, leiða gesti um sýninguna og fræða þá um verk og störf Gísla. Viku síðar eða fimmtudaginn 12. júní verður leiðsögn um sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri, Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld, sem opnar næstkomandi laugardag.

Um vikulegar leiðsagnir er að ræða sem verða til skiptis á hvorum stað á hverjum fimmtudegi kl. 12:00 Nánari upplýsingar um dagkrána má sjá á sjonlist.is og á Facebook.

Nýjast