Leiðrétting vegna fréttar

Fáir hafa sótt um sumarafleysingar hjá SVA. Mynd/Þröstur Ernir
Fáir hafa sótt um sumarafleysingar hjá SVA. Mynd/Þröstur Ernir

Í frétt sem birtist í Vikudegi í dag um að illa gangi að manna sumarafleysingu hjá Strætisvögnum Akureyrar (SVA) þannig að ekki þurfi að fella niður akstur í sumar kemur fram að Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri á Akureyri, hafi sagt að ekki komi til greina að hækka laun bílstjóra. Þarna er farið með rangt mál og ekki rétt haft eftir bæjarstjóra. Eiríkur Björn sagði bæinn alltaf verða að greiða samkvæmt taxta en starfsmenn eigi góða möguleika á því að auka tekjur sínar verulega með yfirvinnu. Beðist er velverðingar á mistökunum.

Nýjast