Leggja niður störf á Akureyri
Verkfall lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri hófst í morgun en um fimmtíu læknar sem þar starfa verða í verkfalli næstu tvo daga. Læknar munu áfram sinna bráðaþjónustu verkfallsdagana. Verkfall lækna í Læknafélagi Íslands hófst á miðnætti aðfaranótt sunnudags og voru læknar á heilsugæslustöðvum höfuðborgarsvæðisins, á kvenna-, rannsóknar og barnasviði Landspítala og Heilbrigðisstofnunum Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrstir til að fara í verkfall.