Vegna aðsendrar greinar á vikudagur.is fimmtudaginn 1. maí og fréttar á ruv.is daginn eftir vill Akureyrarbær koma því á framfæri að tímakaup með orlofi í vinnuskólanum á Akureyri sumarið 2013 var hærra en í flestum sambærilegum sveitarfélögum. Þannig fengu 16 ára unglingar á Akureyri 609 kr. á tímann og áttu kost á vinnu í 144 klukkustundir á meðan til að mynda 16 ára unglingar í Reykjavík gátu unnið í 105 klukkustundir og bauðst 582 kr. í tímakaup.
Laun og vinnutíma sumarið 2013 má sjá hér