Laun ungmenna í Vinnuskólanum ákveðin

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum í gær, tillögu að launum 14, 15 og 16 ár unglinga í Vinnuskóla Akureyrarbæjar í sumar. Laun ungmenna í 8. bekk, 14 ára, verða 359 krónur á tímann, laun ungmenna í 9. bekk, 15 ára, verða 410 krónur á tímann og laun ungmenna í 10. bekk, 16 ára, verða 539 krónur á tímann. Innifalið er 10,17% orlof.  

Nú styttist í að Vinnuskólinn hefji störf. Búið er að opna fyrir umsóknir í Vinnuskólann á heimasíðu Akureyrarbæjar, http://www.akureyri.is/stjornkerfid/auglysingar/. Hægt verður að sækja um starf á tímabilinu 24. mars til og með 19. apríl. Vinnutíminn er frá 8.30 - 11.30 og 12.30 - 15.30, unglingar fæddir 1995 eru fyrir hádegi en þeir sem fæddir eru 1996 eru eftir hádegi. Hver unglingur getur unnið allt að 72 klst.  Starfstímabilið er frá 7. júní - 30.júlí Vinnuskólinn verður lokaður vikuna 11. júlí - 18. júlí Unnið verður frá mánudegi til fimmtudags en ekki á föstudögum.

Þeir unglingar sem ekki geta unnið við gróður vegna ofnæmis þurfa að skila inn læknisvottorði. Haft verður samband við þá sérstaklega. Aðrir mæta við sinn skóla 7. júní. Unglingar í Síðuskóla mæta við smíðavöll í Vestursíðu.

Nýjast