Laun bæjarfulltrúa lækka um 5%

Akureyrarbær. Mynd/María H. Tryggvadóttir.
Akureyrarbær. Mynd/María H. Tryggvadóttir.

Laun fyrir setu í bæjarstjórn Akureyrar og nefndalaun lækka um 5% þann 1. janúar 2021 og taka ekki öðrum breytingum til loka árs 2021. Þetta var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í vikunni.

Þetta er liður bæjaryfirvalda í að bregðast við erfiðleikum í rekstri sem m.a. má rekja til Covid 19 faraldursins.


Nýjast