26. nóvember, 2009 - 21:39
Fréttir
Þór vann langþráðan sigur í 1. deild karla í körfubolta er liðið bar sigurorð af UMFH, 91:74, þegar
liðin áttust við í kvöld í Íþróttahúsi Síðuskóla. Wesley Hsu var sem oft áður stigahæstur
í liði Þórs með 24 stig, Elvar Sigurjónsson og Óðinn Ásgeirsson skoruðu 18 stig hvor, Páll Kristinsson 10 stig, Bjarki Ármann
Oddsson 9 stig en aðrir minna. Með sigrinum í kvöld er Þór komið upp í 8. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir átta leiki.