Okkar færustu læknar og vísindamenn hafa sýnt fram á þá nöturlegu staðreynd með viðurkenndum rannsóknum og vísindagreinum að verði ekkert að gert mun íslenska hagkerfið sligast undan heilbrigðiskostnaði og eiga þar lífstílssjúkdómar langstærstan hlut að máli. Íslendingar eru feitasta þjóð í Evrópu. Lífsumhverfi barna og unglinga hefur breyst svo hratt á síðasta áratug vegna hinna fjölmörgu möguleika skjávæðingarinnar. Rannsóknir sýna að hreyfing barna og ungmenna hefur minnkað um 50% á síðastliðnum áratug. Stjórnvöld hafa á engan hátt brugðist við þessari breytingu og á það jafnt við um bæjarstjórn Akureyrar sem og alþingi Íslendinga, skrifar Jóhannes Bjarnason í aðsendri grein í Vikudag.
Jóhannes skipar 13. sæti á lista Framsóknarflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.