Landvernd og Fjöregg stefna íslenska ríkinu

Mývatn. Mynd:JS
Mývatn. Mynd:JS

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­in Fjör­egg í Mý­vatns­sveit og Land­vernd hafa stefnt íslenska ríkinu vegna vanefnda umhverfisráðherra á að friðlýsa ákveðin svæði í Skútustaðahreppi.

Í til­kynn­ingu frá sam­tök­un­um seg­ir að ljúka hefði átt friðlýs­ing­un­um fyr­ir tæp­um níu árum síðan. Þrátt fyr­ir það hafi fæst svæðanna verið friðlýst. Enn fremur segir að dómsmálið sé höfðað til að knýja á um friðlýsingu þessara umræddu svæða ens og lög mæla fyrir um.

„Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­in hafa ít­rekað bent ráðherra á að það standi uppá fram­kvæmd­ar­valdið að fram­kvæma um­rædd lög sett af Alþingi. Hafa þau talað fyr­ir dauf­um eyr­um. Á meðan þessi staða er uppi njóta þessi svæði ekki fullr­ar vernd­ar. Sum­um þess­ara svæða staf­ar ógn af auknu álagi ferðamanna og að öðrum er hart sótt með fram­kvæmd­ir, enda þótt Alþingi hafi við setn­ingu Mý­vatns­laga tekið skýra af­stöðu til þess að fram­kvæmd­ir yrðu ekki leyfðar á svæðum sem ætti að friðlýsa. Á þetta við um raflínu­lagn­ir Landsnets um Leir­hnjúks­hraun,“ segir í tilkynningunni.

Málshöfðunin segja samtökin að sé liður í varðstöðu sam­tak­anna um nátt­úru Íslands.

Til­kynn­ing­in í heild sinni:

Ljúka átti friðlýs­ing­un­um fyr­ir tæp­um níu árum síðan sam­kvæmt ákvæðum laga um vernd­un Mý­vatns og Laxár, s.k. Mý­vatns­lög­um. Þrátt fyr­ir þessa laga­skyldu hafa fæst svæðanna enn verið friðlýst.“

Meðal þeirra svæða sem ekki hafa verið friðlýst eru svæði þar sem ógn staf­ar af ágangi ferðamanna, eins og við Hverarönd og Leir­hnjúk, og svæði sem deil­ur um lagn­ingu há­spennu­lína hafa staðið um, þ.e. Leir­hnjúks­hraun. Um­hverf­is­ráðherra ber ábyrgð á fram­fylgd lag­anna. Dóms­málið er höfðað til að knýja á um friðlýs­ingu þess­ara svæða eins og lög mæla fyr­ir um. Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­in Fjör­egg í Mý­vatns­sveit og Land­vernd standa sam­an að dóms­mál­inu.

Árið 2004 setti Alþingi ný lög um vernd­un Mý­vatns og Laxár. Lög­in eru sér­lög um nátt­úru­vernd sem taka til vatns­ins og ár­inn­ar, en skylda um­hverf­is­ráðherra jafn­framt til að friðlýsa önn­ur nán­ar til­tek­in vernd­ar­svæði í Skútustaðahreppi. Nokk­ur þess­ara svæða hafa verið friðlýst, svo sem Dimmu­borg­ir og Hver­fjall/​Hver­fell auk þess sem hluti há­lend­is sveit­ar­inn­ar er nú inn­an Vatna­jök­ulsþjóðgarðs. Mun fleiri svæði hafa þó enn ekki verið friðlýst, þrátt fyr­ir út­færðar til­lög­ur sem lágu til grund­vall­ar við gildis­töku Mý­vatns­laga fyr­ir 12 árum síðan. Frest­ur lag­anna til þess að ljúka þeim friðlýs­ing­um form­lega rann út í árs­lok 2007, fyr­ir um níu árum. 

Um­hverf­is­vernd­ar­sam­tök­in hafa ít­rekað bent ráðherra á að það standi uppá fram­kvæmd­ar­valdið að fram­kvæma um­rædd lög sett af Alþingi. Hafa þau talað fyr­ir dauf­um eyr­um. Á meðan þessi staða er uppi njóta þessi svæði ekki fullr­ar vernd­ar. Sum­um þess­ara svæða staf­ar ógn af auknu álagi ferðamanna og að öðrum er hart sótt með fram­kvæmd­ir, enda þótt Alþingi hafi við setn­ingu Mý­vatns­laga tekið skýra af­stöðu til þess að fram­kvæmd­ir yrðu ekki leyfðar á svæðum sem ætti að friðlýsa. Á þetta við um raflínu­lagn­ir Landsnets um Leir­hnjúks­hraun.

Friðlýs­ing­ar­list­inn sem lá fyr­ir við gildis­töku lag­anna hef­ur að geyma 11 svæði, en ekk­ert hef­ur saxast á list­ann und­an­far­in fjög­ur ár. Við þess­ar vanefnd­ir verður ekki unað leng­ur, að áliti sam­tak­anna sem stefnt hafa um­hverf­is­ráðherra.

Íslend­ing­um verður sí­fellt ljós­ara mik­il­vægi þess að hlúa að nátt­úru­verðmæt­um sín­um. Fjör­egg og Land­vernd hafa að leiðarljósi að standa vörð um þá al­manna­hags­muni sem tengd­ir eru nátt­úru­vernd í Mý­vatns­sveit. Í því felst meðal ann­ars að lög um vernd­un svæða séu virt. Nátt­úru­vernd­ar­lög byggja á þeirri grunn­hug­mynd að ákvörðun um friðlýs­ingu þurfi að taka á for­send­um nátt­úr­unn­ar sjálfr­ar, ekki land­eig­enda. Við það bæt­ist að Alþingi hef­ur með sér­lög­um um vernd­un svæða í Mý­vatns­sveit tekið af­stöðu til þess að friðlýsa skuli þar líf­ríki, jarðmynd­an­ir og lands­lag sem nýt­ur sér­stöðu. Máls­höfðunin er liður í varðstöðu sam­tak­anna um nátt­úru Íslands.

 

Nýjast