Landsmótsnefnd tekin til starfa

Landsmótsnefnd UMFÍ, UMSE og UFA, vegna landsmóts Ungmennafélags Íslands á Akureyri 2009, hefur verið skipuð og hélt  hún sinn fyrsta fund á dögunum. Auk nefndarmanna hafa formenn UMSE og UFA, þeir Árni Arnsteinsson og Gísli Pálsson, rétt til setu á fundunum. Fulltrúar UFA í landsmótsnefndinni eru þau Kristján Þór Júlíusson, Sonja Sif Jóhannsdóttir og Haukur Valtýsson. Fulltrúar UMSE eru þau Júlíus Júlíusson, Guðmundur Sigvaldason og Jóhanna Gunnlaugsdóttir. Fulltrúar UMFÍ eru Björn B. Jónsson, Sæmundur Runólfsson og Hringur Hreinsson.

Nýjast