Landsliðskokkurinn Garðar Kári Garðarsson hefur komið sér vel fyrir í Innbænum á Akureyri ásamt sambýliskonu sinni og átta mánaða syni. Garðar fluttist búferlum norður í nóvember og starfar sem yfirmatreiðslumaður á Strikinu. Hann segir talsverðan mun vera á matarmenningu á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni, landsmenn geti unað vel við framboð á veitingahúsum.
Uppalinn á Strikinu
Garðar er fæddur og uppalinn í Reykjavík en lærði til kokksins fyrir norðan. Það má segja að ég hafi fengið mitt matreiðsluuppeldi á Strikinu. Ég kláraði vinnusamninginn minn hér fyrir norðan, sem var þrjú og hálft ár en fór svo suður til að klára skólann. Það klikkaði hins vegar eitthvað í kerfinu og ég þurfti því að bíða eina önn með að komast í skólann. Dvölin þar ílengdist og ég komst inn á Fiskfélagið þar sem ég starfaði sem yfirkokkur í þrjú ár eftir að ég útskrifaðist úr skólanum. En svo lá leiðin aftur norður og mjög spennandi tímar eru framundan. Veitingabransinn hérna á Akureyri blómstrar og virkilega gaman að taka þátt í því. Ég lofa nýjum stefnum og straumum í eldamennskunnni.
Ítarlega er rætt við Garðar Kára í prentútgáfu Vikudags