Landeldi við Skjálfanda gæti skapað 10-12 störf

Ostrur í sjó við hafnargarðinn á Húsavík. Mynd/epe
Ostrur í sjó við hafnargarðinn á Húsavík. Mynd/epe

Víkurskel ehf. vinnur að því að kanna hagkvæmni þess að byggja upp landeldi á ostrum á Húsavík. Reynslan hefur sýnt að eftirspurn eftir ferskri ostru er mikil bæði hér á landi og erlendis. „Sælkerar heimsins eru margir hverjir sólgnir í ostruna sem hluta af gourmet matarupplifun. Með landeldi er hægt að hafa fulla stjórn á mikilvægum umhverfisþáttum sem ráða miklu um vöxt og gæði ostrunnar eins og vatnshita, seltustigi, sem og magni og samsetningu næringar. Til að tryggja rétta næringu þarf einnig að rækta þörunga í fæðu fyrir ostruna,“ segir Snæbjörn Sigurðarson verkefnastjóri í samtali við Vikublaðið. Verkefnið er unnið í samstarfi við Háskólann á Akureyri þar sem mikilvæga sérfræðiþekkingu er að finna. Það á bæði við um ostruræktina sjálfa en ekki síður þekkingu á þeim þörungategundum sem ostran nærist á og vaxtarskilyrði þeirra. Einnig styður SSNE, áður Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga, verkefnið með ýmsum hætti. „Nú er unnið að gerð viðskiptaáætlunar um landeldið ásamt undirbúningi að tilraunaræktun í landi sem stefnt er að því að hefja í september. Tilraunaræktunin mun standa í 4-6 mánuði. Þar verða ostrur ræktaðar mismunandi aðstæður í lokuðum kerfum til að finna bestu vaxtarskilyrðin. Sú reynsla verður svo nýtt sem grundvöllur að þróun landeldis í fullri stærð,“ útskýrir Snæbjörn

Skráðu þig inn til að lesa

Fáðu þér áskrift til þess að halda áfram að lesa.

Verð frá 2.690 kr. á mánuði.

 


Athugasemdir

Nýjast