Lærir kvikmyndagerð í New York
Anna Gunndís Guðmundsdóttir leikkona frá Akureyri flutti til New York í Bandaríkjunum fyrir ári síðan þar sem hún stundar nám í kvikmyndagerð. Anna, sem er 31 árs, hóf leiklistarferil sinn hjá Leikfélagi Akureyrar aðeins 16 ára gömul. Hún hefur undanfarin ár leikið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi, auk þess sem hún hefur komið fram með ýmsum leiklistarhópum víða um heim.
Anna Gunndís kláraði framhaldsskólanám fyrir norðan og lauk námi við leiklistardeild Listaháskólans árið 2010. Eftir það hélt hún út í heim og lærði m.a. á brimbretti á Spáni þar sem hún bjó í hálft ár. Þaðan hélt hún til Kölnar í Þýskalandi og hóf að vinna með einum fremsta leiklistahópi Evrópu, Signa, og setti upp sýningar með hópnum víðs vegar, m.a í Austurríki.
Vikudagur sló á þráðinn til Önnu Gunndísar, eða Dundu eins og hún er jafnan kölluð og má nálgast ítarlegt viðtal við hana í prentútgáfu Vikudags.