Lærði að meta lífið

„Ég hef prófað að vera í hjólastól og styðjast við hækjur og þú lærir fyrst að meta lífið þegar eitt…
„Ég hef prófað að vera í hjólastól og styðjast við hækjur og þú lærir fyrst að meta lífið þegar eitthvað kemur fyrir," segir Haukur m.a. í viðtali í Vikudegi. Mynd/Þröstur Ernir

Haukur Dór Kjartansson er eflaust mörgum kunnur en hann hefur starfað í verslunarbransanum á Akureyri í tvo áratugi. Hann vekur gjarnan athygli fyrir gott viðmót, jákvæðni og brosmildi en þessir eiginleikar Hauks hafa hjálpað honum við að takast á við ýmsar hindranir í lífinu.

Haukur greindist með MS-­sjúkdóminn fyrir 13 árum en segist líta svo á að hann sé einn af þeim heppnu. Vikudagur settist niður með
Hauki og spjallaði við hann um lífið en nálgast má viðtalið í prentútgáfu blaðsins.

-Vikudagur, 7.apríl

Nýjast