LA með leikritið 39 Þrep í Íslensku óperuna

Sökum gríðarlegrar eftirspurnar hefur Leikfélag Akureyrar ákveðið að sýna 39 ÞREP í Íslensku óperunni í maí. Uppselt var á nær 50 sýningar fyrir norðan og hefur verkið fengið mjög góða dóma gagnrýnenda og leikshúsgesta. Í þessum óborganlega gamanleik fara fjórir leikarar á kostum í 139 hlutverkum.  

Leikstjóri sýningarinnar er María Sigurðardóttir en hún sló eftirminnilega í gegn með sýningunum SEX Í SVEIT og FLÓ Á SKINNI. Sýningafjöldi er takmarkaður. Miðasala hefst á midi.is og opera.is á morgun, þriðjudaginn 27. apríl klukkan 13:00, einnig er hægt að nálgast miða í síma 511-6400.

Nýjast