Lá á spítala í 217 daga: „Hann er gjöf frá Guði“

Ólafur Jón ásamt foreldrum sínum Alís og Ingimundi. Mynd/Þröstur Ernir
Ólafur Jón ásamt foreldrum sínum Alís og Ingimundi. Mynd/Þröstur Ernir

Alís Ólafsdóttir Lie og Ingimundur Norðfjörð voru nánast búin að gefa það upp á bátinn að geta eignast barn. Alís er með sykursýki og hafði sökum þess þurft að eyða fóstri þrisvar sinnum og var afar hætt komin í öll skiptin. Læknar vöruðu hana við því að verða ólétt aftur vegna hættunar sem því fylgdi en þegar hún varð ólétt í fjórða sinn ákvað hún að fylgja eigin sannfæringu.

Alís var undir ströngu eftirliti alla meðgönguna og lá inn á spítala í rúma sjö mánuði eða 217 daga, sem er nánast full meðganga og var mjög veik á tímabili. Kraftaverkabarn, segja þau Alís og Ingimundur um litla drenginn sinn sem fæddist heilbrigður í vor.

Vikudagur heyrði sögu þeirra Alísar og Ingimundar en nálgast má viðtalið í prentútgáfu Vikudags sem kemur út í dag.

-þev

Nýjast