Meirihlutinn er fallinn á Akureyri en L-listinn tapaði fjórum mönnum í sveitarstjórnarkosningunum í nótt. L-listinn fékk 1818 atkvæði eða 20,3% og tvo menn kjörna, en hafði sex eftir stórsigur í síðustu bæjarstjórnarkosningum. Sjálfstæðistflokkurinn er stærsti flokkurinn á Akureyri og bætir við sig mestu fylgi. Flokkurinn fékk 2222 atkvæði eða 24,8% og þrjá menn kjörna. Flokkurinn var áður með einn bæjarfulltrúa. Samfylkingin fékk 1515 atkvæði eða 16,9% og tvo menn kjörna og bætir því við sig einum bæjarfulltrúa.
Framsóknarflokkurinn bætir einnig við sig manni frá síðustu sveitarstjórnarkosningum og fékk tvo menn kjörna. Flokkurinn fékk 1225 atkvæði eða 14,2%. Vinstri grænir og Björt framtíð fengu hvor um sig einn bæjarfulltrúa; Björt framtíð fékk 814 atkvæði eða 9,4% en Vg 906 atkvæði eða 10,5%. Dögun nær ekki bæjarfulltrúa en flokkurinn hlaut einungis 121 atkvæði eða 1,4%.
throstur@vikudagur.is