31. mars, 2010 - 18:18
Fréttir
Sett hefur verið upp kynning á starfsemi Samherja í máli og myndum á Glerártorgi á Akureyri. Sýningin er áhugaverð fyrir Eyfirðinga
sem og aðra gesti þar sem hún lýsir bæði starfseminni innan lands og utan og einnig áhrifum starfseminnar á samfélagið t.d. hér
við Eyjafjörð. Sýningin er opin til 19.apríl.