Fjallað verður um framboð og fyrirkomulag fjarnáms við HA og eru allir hvattir til að mæta sem hafa áhuga á háskólanámi og fjarnámi. Fjarnámið fer fram í gegnum vefinn og með myndfundum en að auki eru tölvusamskiptamiðlar nýttir til hins ýtrasta. Vanda þarf valið þegar kemur að því að velja sér háskóla og háskólanám. Það er mikilvægt að námsskipulag sé fjölbreytt og stuðli að því að fólk geti aflað sér menntunnar óháð búsetu, fjölskyldustærð og öðrum aðstæðum. Staðarnám hentar sumum, fjarnám öðrum og sambland hvoru tveggja öðrum, segir í tilkynningu frá HA.
Það fjarnám sem er í boði hjá Háskólanum á Akureyri er:
Háskólinn á Akureyri hefur verið leiðandi í uppbyggingu fjarnáms og spilað stórt hlutverk í að mennta fólk óháð búsetu og öðrum aðstæðum sem geta staðið í vegi fyrir staðarnámi. Í dag er kennt til yfir 20 staða á landinu og óhætt er að segja að þannig leggi Háskólinn á Akureyri sinn skerf til aukins jafnréttis til náms á Íslandi. Nánari upplýsingar um námið má finna á heimasíðu háskólans, www.unak.is.