Kynferðisbrotamál rannsakað á Akureyri

Lögreglan á Akureyri rannsakar meint kynferðisbrot sem átti sér stað á Einni með öllu á Akureyri. My…
Lögreglan á Akureyri rannsakar meint kynferðisbrot sem átti sér stað á Einni með öllu á Akureyri. Mynd/Hörður Geirsson

Fimm konur hafa leitað á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eftir verslunarmannahelgina. Meint brot voru framin á Akureyri, í Vestmannaeyjum, á Selfossi, á Flúðum og í Reykjavík. Lögreglan á Akureyri rannsakar eitt mál sem hefur verið kært til lögreglu. Frá þessu er greint á vef Rúv. Fyrstu fréttir eftir verslunarmannahelgina voru jákvæðar og virtist sem helgin hefði gengið stóráfallalaust fyrir sig. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, hefur hins vegar bent á að yfirleitt líður nokkur tími áður en hægt er að segja með vissu hvernig verslunarmannahelgina hafi gengið. Kynferðisbrot séu oft kærð nokkrum dögum eða vikum síðar.

Nýjast