Kvörtunum rignir inn
Margt starfsfólk í ferða- og veitingaþjónustu í Eyjafirði hefur leitað til síns stéttarfélags undanfarna daga vegna brota á kjarasamningum. Í nýlegri umfjöllun Vikudags um kjarasamningsbrot kom fram að um 100 alvarleg mál hefðu komið inn á borð Einingar-Iðju, stéttarfélags í Eyjafirði, það sem af er ári. Er það töluverð aukning miðað við fyrri ár. Um 80% þessara mála tengjast veitinga- og ferðaþjónustugeiranum og fer vandamálið vaxandi innan greinarinnar.
Umræðan hefur kveikt í fólki og haft áhrif. Við höfum fengið margar fyrirspurnir síðustu daga frá fólki sem telur að það sé brotið á þeim, segir Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju.
-þev
Nánar er rætt við Björn Snæbjörnsson í prentútgáfu Vikudags