Sem fyrr verður hægt að velja um tvær vegalengdir, 3,5 og 7 km og er reiknað með allt að 150 keppendum í ár. Lagt verður af stað á bilinu 13:00- 13:30 og gengið er án tímatöku. Þátttökugjald er kr. 1500 en frítt er fyrir 14 ára og yngri og er skíðaleiga á staðnum. Skráning fer fram í gönguhúsi norðan Skíðastaða eftir kl. 12:00 eða á netfanginu hannadogg@simnet.is.
Á miðri leið verður boðið upp á veitingar og þegar í mark er komið verður ýmislegt í boði, glæsileg útdráttarverðlan og fleira. Þetta er kjörið tækifæri fyrir mæðgur, vinkonur, saumaklúbba, vinnustaðahópa, hlaupahópa og fleiri að koma í fjallið og eiga skemmtilega stund saman.