Kvennalið KA komið í undanúrslit Bridgestone- bikarsins

Kvennalið KA komst í dag áfram í undanúrslit í Bridgestone- bikarkeppninni í blaki en fyrri undankeppnin í 8- liða úrslitum keppninnar fór fram um helgina í Fylkishöllinni. KA hafði betur gegn HK, 2:1, í úrslitarimmunni í A- riðli og er komið áfram í undanúrslit keppninnar ásamt Þrótti Neskaupsstað. Í karlaflokki mistókst KA að tryggja sig inn í undanúrslitin en þar voru það lið Stjörnunnar og Þróttar Reykjavík sem tryggðu sig áfram.

Seinni undankeppni bikarsins fer fram á Akureyri helgina 12.- 13. febrúar næstkomandi og þá munu þau lið sem eftir eru í keppninni berjast um tvö laus sæti í karla- og kvennaflokki.

Nýjast