Kvennalið KA í úrslit Bridgestonebikarins

Kvennalið KA leikur til úrslita í Bridgestonebikarnum í blaki, en það var ljóst eftir öruggan 3:0 sigur liðsins gegn Fylki í undanúrslitum í Laugardagshöllinni í dag. KA vann allar hrinurnar í leiknum, 25:12, 25:12 og 25:22. KA mætir annaðhvort HK eða Þrótti N. í úrslitaleiknum á morgun.

 

Karlalið KA mætir Þrótti R. í undanúrslitum í karlaflokki kl. 16:00 í dag. Norðanmenn eru mun sigurstranglegri fyrir viðureignina og svo gæti farið að KA ætti fulltrúa í bæði karla- og kvennaflokki, þegar úrslitaleikirnir fara fram á morgun, sunnudag.

Nýjast