Karlalið KA mætir Þrótti R. í undanúrslitum í karlaflokki kl. 16:00 í dag. Norðanmenn eru mun sigurstranglegri fyrir viðureignina og svo gæti farið að KA ætti fulltrúa í bæði karla- og kvennaflokki, þegar úrslitaleikirnir fara fram á morgun, sunnudag.