Kvennalið Akureyrar tapaði fyrir Fram

Kvennalið Akureyrar í handknattleik tapaði fyrir Fram í KA heimilinu í gærkvöld. Loka tölur leiksins urðu þær að Akureyri skoraði 13 mörk gegn 19 mörkum Frammara. Lokatölurnar gefa þó ekki sanngjarna mynd af gangi leiksins og spilaði Akureyrarliðið á köflum mjög vel.

Segja má að leikurinn hafi tapast í síðari hálfleik  en Akureyri hafði yfir í hálfleik, 8 mörk gegn 7. Staðan var síðan orðin 9-15 eftir 45 mínútna leik og náðu Akureyrarstelpur aldrei að koma til baka.   Seinni hálfleikurinn tapaðist sem sagt 5-12 og  í ágætri úttekt á leiknum á heimasíðu Akureyrar handboltafélags segir m.a. "lokatölur segja lítið um gang leiksins þar sem Akureyri spilaði fantavel á köflum í dag." 

Umsögn í heild hér

Nýjast