Kvennaráð Sigrúnar og Steinunnar

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leggja í dag í stórefli…
Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leggja í dag í stóreflis tónleikaferð um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur.

Sigrún Magna Þórsteinsdóttir orgelleikari og Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir leggja í dag í stóreflis tónleikaferð um Eyjafjörð og Þingeyjarsýslur. Í farteskinu hafa þær tónlist eftir konur frá ýmsum löndum og tímum, þar á meðal frumflutning verka eftir Steinunni Arnbjörgu og Arngerði Maríu Árnadóttur.

Fyrstu tónleikarnir verða haldnir í Þorgeirskirkju við Ljósavatn fimmtudaginn 6. ágúst kl. 20 og er það liður í hátíðahöldum vegna 20 ára afmælis kirkjunnar. Næst leika þær í Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. ágúst kl. 17, og er það liður í hátíðahöldum Listvinafélags Akureyrarkirkju vegna 80 ára afmælis Akureyrarkirkju. Í framhaldinu munu þær leika á Þórshöfn, Raufarhöfn, Kópaskeri, Grenivík, Dalvík og Hrísey áður en langt um líður, ef Kóvid vill hafa sig til friðs. Tónleikaferðin er styrkt af Uppbyggingarsjóði Norðurlands eystra, Tónlistarsjóði og Norðurorku.

Aðgangur á tónleikana er ókeypis og allir ávallt velkomnir. Tveggja metra bil og handspritt eins og menn geta á sig látið verða jafnan í boði.


Athugasemdir

Nýjast