Kvartað yfir ósæmilegri hegðun kennara

Menntaskólinn á Akureyri.
Menntaskólinn á Akureyri.

Foreldrar nemenda við Menntaskólann á Akureyri hafa skrifað skólayfirvöldum bréf og kvartað yfir ósæmilegri framkomu tveggja kennara við skólann í garð nemenda. Rúv greindi fyrst frá málinu. Jón Már Héðinsson, skólameistari, segir í samtali við Vikudag að málið sé litið alvarlegum augum. Ekki hafi áður borist kvartanir vegna kennarana tveggja. Í bréfinu er kvartað undan óviðeigandi athugasemda kennara í garð stúlku og niðurlægjandi framkomu annars kennara í garð nemenda.

„Málið er í ákveðnu ferli í samræmi við aðgerðaáætlanir skólans í eineltis og jafnréttismálum. Það var strax brugðist við þessu bréfi og verður kappkostað að klára þetta mál sem fyrst,“ segir Jón Már.

-þev

Nýjast