13. febrúar, 2010 - 19:34
Fréttir
Á fundi skipulagsnefndar Akureyrar í vikunni voru lögð fram bréf þar sem kvartað var yfir hraðakstri, annars vegar um Helgamagrastræti og hins vegar
um Oddeyrargötu. Einnig voru lagðar fram nýlegar hraðamælingar í götunum og þar sem fram kemur að meðalhraði í Helgamagrastræti
var 25 km á klst. og meðalhraði í Oddeyrargötu 37 km á klukkustund.
Í báðum götum er 30 km hámarkshraði og fram kemur í bókun skipulagsnefndar að meðalhraðinn í Oddeyrargötu sé undir
eðlilegum vikmörkum. Skipulagsnefnd telur því ekki þörf á úrbætum samkvæmt fyrirliggjandi hraðamælingum og bendi á að
það sé verkefni lögreglu að sjá til þess að hraðatakmarkanir séu virtar.