Krummusæti fyrir börn

Eyrún Huld Ásvaldsdóttir með Hröfnu dóttur sinni, sem stundum er kölluð Krumma, og situr í sínu sæti…
Eyrún Huld Ásvaldsdóttir með Hröfnu dóttur sinni, sem stundum er kölluð Krumma, og situr í sínu sæti, Krummusætinu.

„Þetta hefur verið strembið, en líka mjög skemmtilegt. Það er gaman að sjá hugarfóstur sitt komið svona langt, verða til úr nánast engu og að fullunninni vöru,“ segir Eyrún Huld Ásvaldsdóttir, hugmyndasmiðurinn á bak við svonefnt Krummusæti, sem er aukasæti framan á hnakki, sérstaklega hannað fyrir börn sem fara á hestbak með fullorðnum. Nafnið dregur sætið af dóttur Eyrúnar, Hröfnu Lilju sem stundum er kölluð Krumma. Nánar er rætt við Eyrúnu í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast