Ísfélag Vestmannaeyja, sem á fiskimjölsverksmiðjuna í Krossanesi á Akureyri, hefur ákveðið að hætta starfsemi þar og loka verksmiðjunni. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvað gert verður við verksmiðjuna en væntanlega verður hluti af tækjabúnaðinum notaður til að endurbæta verksmiðjurnar á Þórshöfn og í Vestmannaeyjum en annað selt.
Tvær meginástæður eru fyrir þessari ákvörðun. Önnur er sú að síðustu þrjú árin hefur hráefni til verksmiðjunnar sífellt farið minnkandi, ekki síst vegna lélegra loðnuvertíða og bárust ekki nema um 14 þúsund tonn til verksmiðjunnar á síðasta ári. Hin ástæðan og sú sem sennilega ræður úrslitum er að eftir að bakslag var hlaupið í málið opnaðist skyndilega fyrir kaup Ísfélagsins á Hraðfrystistöð Þórshafnar og fiskimjölsverksmiðjunni þar. Þetta kemur fram á heimasíðu Ísfélagsins.