Nú gefst tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi; styrkja Aflið og njóta fallegrar tónlistar í Hamraborg (stóra salnum) í Hofi.
Sunnudaginn 22. nóvember kl. 20:00 mun kvennarmur Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands ásamt hinni ástsælu söngkonu Kristjönu Arngrímsdóttur halda tónleika í tilefni þess að hundrað ár eru liðin frá því að íslenskar konur fengu kosningarétt. Flutt verða verk um og eftir íslenskar og erlendar konur. Hljóðfæraleikarar eru Lára Sóley Jóhannsdóttir og Zsuzsanna Bitay fiðlur, Eydís Úlfarsdóttir víóla, Ásdís Arnardóttir selló, Petrea Óskarsdóttir og Una Björg Hjartardóttir flautur, Dagbjört Ingólfsdóttir fagott, Ella Vala Ármannsdóttir horn og Steinunn Halldórsdóttir píanó. Sonur Kristjönu, Örn Eldjárn Kristjánsson, mun sjá um útsetningar ásamt Báru Grímsdóttur.
Til að kaupa miða til styrktar Aflinu þarf að fylgja þessari vefslóð https://www.tix.is/is/buyingflow/tickets/2352/so/
Ef þú kaupir miða í Aflinu rennur 60% af miðaverðinu til starfsemi Aflsins. Miðinn kostar 5.400 krónur.