Stjórn N4 hefur ráðið Kristján Kristjánsson sem framkvæmdastjóra fyrirtækisins. Hann hefur frá árinu 2011 starfað hjá N4 og hefur þar sinnt ýmsum störfum, nú síðast var hann framkvæmdastjóri framleiðsludeildar fyrirtækisins. Kristján hefur yfir 20 ára reynslu í fjölmiðlun og kvikmyndagerð bæði á Íslandi og í Noregi.
Það er mér mikill heiður að fá tækifæri til þess að sinna starfi framkvæmdastjóra N4 og er ég þakklátur fyrir það traust sem mér er sýnt. Við á N4 höfum undanfarin ár náð árangri sem ég er mjög stoltur af," segir Kristján.
Við munum byggja áfram á þeirri hugmyndafræði og vinnu sem gerð hefur verið hingað til, á sama tíma og við horfum stórhuga til framtíðarinnar. Ég persónulega er mjög spenntur fyrir því að takast á við þetta verkefni sem ég er viss um að verður bæði krefjandi og gríðarlega skemmtilegt, segir Kristján Kristjánsson.
N4 rekur sjónvarp, dagskrá og framleiðsludeild, en hjá fyrirtækinu starfa 17 manns.