Kristján leiðir lista Samfylkingarinnar

Kristján L. Möller frá Siglufirði leiðir framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi sem samþykktur var samhljóða af aukakjördæmisþingi flokksins sem haldið var á Akureyri í dag. Akureyringarnir Lára Stefánsdóttir og Margrét Kristín Helgadóttir skipa 3. og 4. sæti listans. Kosið var um þrjú efstu sætin á listanum í prófkjöri sem fram fór sl. haust en þrjú efstu sætin hlutu í prófkjöri Kristján L. Möller alþingismaður, Einar Már Sigurðsson alþingismaður og Lára Stefánsdóttir framkvæmdastjóri.

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi er þannig skipaður:

1. Kristján Lúðvík Möller alþingismaður Siglufirði

2. Einar Már Sigurðarson alþingismaður Fjarðabyggð

3. Lára Stefánsdóttir framkvæmdastjóri Akureyri

4. Margrét Kristín Helgadóttir háskólanemi Akureyri

5. Örlygur Hnefill Jónsson lögmaður Húsavík

6. Jónína Rós Guðmundsdóttir framhaldsskólakennari Egilsstöðum

7. Ragnheiður Jónsdóttir lögmaður Húsavík

8. Ólafur Ármannsson vélvirki Vopnafirði

9. Eydís Ásbjörnsdóttir hárgreiðslumeistari Fjarðabyggð

10. Herdís Brynjarsdóttir verkstjóri Dalvík

11. Sturla Halldórsson framkvæmdastjóri Þórshöfn

12. Rögnvaldur Ingólfsson húsvörður Ólafsfirði

13. Guðrún Katrín Árnadóttir leikskólakennari Seyðisfirði

14. Sólrún Óskarsdóttir leikskólakennari Eyjafjarðarsveit

15. Guðmundur R. Gíslason forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggð

16. Páll Jóhannsson öryrki Akureyri

17. Kristbjörg Sigurðardóttir verslunarstjóri Kópaskeri

18. Sjöfn Jóhannesdóttir sóknarprestur Breiðdalsvík

19. Skúli Björnsson framkvæmdastjóri Hallormsstað

20. Haraldur Helgason fyrrv. kaupfélagsstj. Akureyri

Nýjast