Kristín Kristjánsdóttir, fitnesskona frá Akureyri, sigraði á alþjóðlega mótinu IFBB International Austria Cup sem fór fram í Austurríki í dag. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingur sigrar heildarkeppni á alþjóðlegu líkamsræktarmóti og markar því ákveðin tímamót í íslenskri líkamsræktarsögu. Keppt var í opnum flokki og voru 15 keppendur frá hinum ýmsu löndum í flokki Kristínar.
Kristín keppti um síðustu helgi á Íslandsmótinu í fitness og sigraði þar sinn flokk og er því að gera frábæra hluti þessa dagana. Þetta kemur fram á fitness.is