Krefur verkkaupann um milljarða króna

Framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum hafa tafist ítrekað.
Framkvæmdir í Vaðlaheiðargöngum hafa tafist ítrekað.

Fjár­mögn­un Vaðlaheiðarganga kann að koma til kasta Alþing­is í þriðja sinn á næsta þingi, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins, því verktak­inn, Ósafl, dótt­ur­fé­lag ÍAV, hef­ur gert háar fjár­kröf­ur á verk­kaup­ann, Vaðlaheiðargöng hf., vegna þess hversu verklok hafa dreg­ist.

Rík­is­sjóður veitti 8,7 millj­arða fram­kvæmdalán til verks­ins árið 2012 og Alþingi veitti rík­is­sjóði einnig heim­ild til að veita allt að 4,7 millj­arða viðbót­ar­lán í fyrra­vor til fé­lags­ins Vaðlaheiðarganga hf., sem stend­ur að fram­kvæmd­inni, en þá stóðu von­ir til þess að þeir fjár­mun­ir nægðu til þess að ljúka ganga­gerðinni.

Í frétt Morgunblaðsins segir að Ósafl hafi sam­hliða verk­töku sinni bar­ist fyr­ir því að verk­kaup­inn greiddi því bæt­ur vegna þeirra tafa sem orðið hafa á verklok­um, m.a. vegna þess að vél­ar Ósafls og tæki hafi staðið hálfu öðru ári leng­ur fyr­ir norðan en þau áttu að gera og hafi því ekki nýst verk­tak­an­um í önn­ur verk. Af því hafi hlot­ist mik­ill kostnaður, bæði beinn og af­leidd­ur.


Athugasemdir

Nýjast