Krefjast lækkunar á gjaldskrám og betri næringu í skólum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

SAMTAKA, samtök foreldrafélaga á Akureyri, krefjast þess að Akureyrarbær endurskoði gjaldskrárhækkanir í leik- og grunnskólum sem tóku gildi 1. janúar sl. Samkvæmt frétt á vef ASÍ eru vistunargjöld ásamt fæði í leikskólum á Akureyri með þeim hæstu á landinu. Samkvæmt svörum sem bárust frá skóladeild við fyrirspurn SAMTAKA er gengið út frá því að verð á skólamáltíðum grunnskóla standi undir öllum kostnaði við rekstur mötuneytanna, þ.e.a.s. hráefniskostnaði og launakostnaði mötuneyta, rafmagni, viðhaldi og afborgun stofnkostnaðar.

Á sama tíma greiðir starfsfólk skólanna eingöngu fyrir hráefniskostnað. Verðið sem skólabörn greiða er 411 krónur í annaráskrift og 530 krónur fyrir staka máltíð á meðan starfsfólk greiðir 292 krónur. Þeir matseðlar sem stuðst er við í rekstri mötuneyta leik og grunnskóla hjá Akureyrarbæ eru síðan um áramótin 2011/2012.

SAMTAKA bar saman útreiknað næringargildi samkvæmt þessum matseðlum við viðmiðunartölur sem Lýðheilsustöð gefur út. Sá samanburður leiðir í ljós að leik- og grunnskólabörn eru í mörgum tilfellum ekki að fá þá næringu sem ætlast er til. Nánar er fjallað um þetta mál í prentútgáfu Vikudags.

Nýjast