Krefja heilbrigðisráðherra um aðgerðir

Akureyri
Akureyri
Félagsmálaráð Akureyrar furðar sig á þeirri stöðu sem uppi er varðandi starfsemi Heilsugæslustöðvarinnar í bænum. Fjárframlög ríkisins eru ekki í samræmi við framlög til annarra heilsugæslustöðva. Skortur á starfsfólki er viðvarandi og laun lægri en á sambærilegum stofnunum sem reknar eru af ríkinu.
 
"Þetta ástand er með öllu óásættanlegt. Félagsmálaráð krefst þess að heilbrigðisráðherra taki á málinu af þeirri festu sem honum ber. Viðurkenna þarf vandann og tryggja Heilsugæslunni á Akureyri nauðsynleg fjárframlög," segir í bókun.

throstur@vikudagur.is 

Nýjast