26. febrúar, 2010 - 21:32
Fréttir
Snjó hefur kyngt niður á Norðurlandi síðustu daga og eru snjóruðningstæki fyrirferðarmikil á götum Akureyrar þessa dagana,
með tilheyrandi kostnaði. Á síðsta ári var heildarkostnaður við snjómokstur á Akureyri um 58 milljónir króna.
Þar af var kostnaður við snjómokstur í desember sl. tæpar 24 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum Helga Más Pálssonar
deildarstjóra framkvæmdadeildar. Að snjómokstrinum koma bæði starfsmenn Framkvæmdamiðstöðvar og verktakar á Akureyri.