Á fundi framkvæmdaráðs gerði bæjarlögmaður, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, grein fyrir samþykktum um katta- og hundahald í sveitarfélaginu og þá sérstaklega í Grímsey og Hrísey. Þá samþykkti ráðið að fela deildarstjóra framkvæmdadeildar, Helga Má Pálssyni, að koma með tillögur að lausnum vegna þess vanda sem skapast hefur af ágangi katta og lausagöngu hunda og óþrifnaði af þeim á opnum svæðum og leggja fyrir ráðið.