11. febrúar, 2010 - 19:38
Fréttir
Sveitarstjórnir Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar hafa ákveðið að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna 20. mars nk. Kynningarblað um
málið mum koma út 3. mars og kynningarfundir um málið verða haldnir 10. og 11. mars.
Síðan í nóvember hefur samstarfsnefnd um sameiningu sveitarfélaganna unnið að gerð málefnaskrár og áhersluatriða, sem birtast
munu í kynningarblaðinu. Samanlögð íbúatala þessara sveitarfélaga 1. desember sl. var 606.