Svæðisfélag Vinstri grænna á Akureyri kýs í dag í fimm efstu sætin á framboðslista hreyfingarinnar við sveitarstjórnarkosningarnar í vor.
Níu eru í framboði: Edward Hákon Huijbens, Hermann Ingi Arason, Hildur Friðriksdóttir, Inga Sigrún Atladóttir, Kristín Sigfúsdóttir, Ólafur Kjartansson, Sóley Björk Stefánsdóttir, Valur Sæmundsson og Vilberg Helgason.
Kjörgengi hafa þeir félagar sem eru með skráð lögheimili á Akureyri, Hrísey og Grímsey.
Kosið er um hvert sæti fyrir sig þannig að fyrst er kosið um fyrsta sætið og svo annað sætið og svo koll af kolli. Fundarstjóri kallar eftir því hverjir frambjóðenda falist eftir fyrsta sætinu og fá þeir að kynna sig í fimm mínútur áður en gengið er til atkvæða. Sé einn frambjóðandi í kjöri telst sá sjálfkjörinn, séu fleiri en tvö í kjöri vinnur sá einstaklingur sem fær meirihluta greiddra atkvæða, en að öðrum kosti er kosið að nýju um tvo efstu frambjóðendur.
Kosningin fer fram á Hótel KEA og hefst kl 14.00
Greint verður frá niðurstöðu fundarins hérna á vikudagur.is
karleskil@vikudagur.is