14. maí, 2010 - 21:09
Fréttir
Öskufall hófst í Vestmannaeyjum á þriðja tímanum í dag, þegar vindur tók snögglega að snúast til suðvesturs. Dimmt
var yfir bænum og þurfti fólk að ganga með grímur. Kór Akureyrarkirkju er í heimsókn í Vestmannaeyjum og hélt m.a. tónleika
þar í gær. Í dag fór hópurinn í siglingu og til stóð að ganga á Heimaklett en þeirri ferð var frestað vegna
öskufalls.
Eyþór Ingi Jónsson organisti og stjórnandi Kórs Akureyrarkirkju og Baldur Dýrfjörð deildarstjóri markaðsdeildar Norðurorku voru
þó lagðir af stað á Heimaklett, þar sem Baldur tók meðfylgjandi mynd.